Netanjahú biðst fyrirgefningar

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur beðið þjóð sína um fyrirgefningu fyrir að ekki hafi náðst að bjarga þeim sex gíslum sem fundust látnir nú um helgina. Segir hann að um aftökur hafi verið að ræða og að hryðjaverkasamtökin Hamas muni gjalda fyrir morðin.

Ísra­els­her greindi frá því í gær að lík sex gísla hefðu fund­ist í göng­um í suður­hluta Gasa.

Lík­in voru flutt úr „neðanj­arðargöng­um á Rafah-svæðinu“ til Ísra­els í fyrradag þar sem var formlega borið kennsl á þau.

„Ég bið ykkur um fyrirgefningu fyrir að hafa ekki náð þeim tilbaka á lífi,“ sagði Netanjahú á blaðamannafundi í Ísrael fyrr í kvöld.

Hamas muni fá að gjalda

Samkvæmt CNN á Netanjahú að hafa lofað því að hryðjuverkasamtökin Hamas muni gjalda fyrir morðin sem sögð eru hafa átt sér stuttu áður en Ísraelsher kom að þeim.

„Ísrael er ekki að fara að líta framhjá þessu fjöldamorði,“ sagði forsætisráðherrann og tók fram að Hamas myndu gjalda fyrir gjörðir sínar.

„Þessir morðingjar tóku af lífi sex af gíslunum okkar. Þeir skutu þá í hnakkann.“

Hin látnu voru Car­mel Gat, Eden Yerus­hal­mi, Hersh Gold­berg-Pol­in, Al­ex­and­er Lobanov, Almog Sar­usi og Ori Dan­ino, fjór­ir karl­menn og tvær kon­ur. Þau voru öll tek­in í gíslíngu í hryðju­verka­árás Ham­as hinn 7. októ­ber í suður­hluta Ísra­els.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert