Þúsundir mótmæltu símabanni

Mikill fjöldi tók þátt í mómælunum.
Mikill fjöldi tók þátt í mómælunum. AFP/Atilla Kisbenedek

Þúsundir Ungverja hafa í dag safnast saman í Búdapest til að mótmæla uppsögn skólastjóra sem framfylgdi ekki snjallsímabanni yfirvalda þar í landi.

Um er að ræða tilskipun sem samþykkt var í ágúst og þar sem skólum er gert að safna saman símum og snjalltækjum nemenda í upphafi skóladags.

Tilskipunin ýtti undir mikla óánægju innan kennarastéttar landsins sem hefur mótmælt bágum vinnuaðstæðum síðustu tvö ár og lýst yfir óánægju með forsætisráðherrann Viktor Orban.

Helsta kennarasamband Ungverjalands hefur meðal annara gagnrýnt tilskipunina um snjalltækjabannið og kallað það „óúthugsað“ og „óraunsætt“.

Neitaði að taka símana

Skömmu eftir að tilskipunin var gefin út í ágúst gaf hinn virti framhaldskóli Imre Madach í Búdapest út að skólayfirvöld myndu ekki framfylgja henni og taka snjalltæki af nemendum en í tilkynningu til foreldra var talað um að markmið skólans sé að „mennta nemendur í réttri notkun á stafrænni menningu“.

Þá báru skólayfirvöld fyrir sig reglugerð sem leyfir stofnum að leyfa notkunum á hlutum sem annars er takmarkað aðgengi að.

Viku seinna var skólastjóra skólans sagt upp af innviðaráðuneyti ríkistjórnarinnar sem sagði að „leiðtogi sem getur ekki fylgt lögum og gengur gegn þeim á opinberum vettvangi getur ekki stýrt opinberri stofnun“.

Þetta vakti mikla reiði og söfnuðust þúsundir saman fyrir utan innviðaráðuneytið til að mótæla í dag.

Snúist ekki bara um snjallsíma

„Ég held að þessi mótmæli snúist ekki bara um takmarkanir á farsímanotkun, heldur stöðu menntunar almennt,“ sagði fyrrverandi kennarinn Katalin Elteto sem mætt var á mótmælin. Hún sagðist sömuleiðis harma skort á opinberri umræðu um málið, sem sé til þess að „hylma yfir gallað kerfi“.

Þá sagði Zita Nemethy-Csato, 17 ára nemandi í Imre Madach, sem einnig tók þátt í mótmælunum í samtali við AFP-fréttastofuna að snjallsímabannið væri „letjandi“ og „óþarfi“.

„Í staðinn ætti að kenna okkur hvernig skal nota snjallsíma á skynsamlegan hátt,“ sagði hún.

Þá gagnrýndi samnemandi hennar uppsögn skólastjórans þeirra sem hann sagði ósanngjarna. „Hann var frábær skólastjóri í 24 ár, kenndi nemendum að hugsa á frjálsan hátt og byggði upp skóla sem einblíndi algjörlega á nemendur,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert