Vill halda hringjunum: „Ákvörðunin er mín“

Ekki eru allir sáttir við ákvörðu Hidalgo þar á meðal …
Ekki eru allir sáttir við ákvörðu Hidalgo þar á meðal fjölskylda hönnuðar turnsins, Gustave Eiffel.

Fjöldi Parísarbúa lýsir óánægju með áform borgarstjórans Anne Hidalgo um að halda Ólympíuhringjunum á Eiffel-turninum til frambúðar. 

Raunar vill Hidalgo skipta þeim út fyrir léttari útgáfu þar sem hringarnir sem þar hanga núna eru of þungir fyrir turninn.

Borgarstjóri Parísar vill halda merki Ólympíuleikanna á Eiffeil-turninum til frambúðar.
Borgarstjóri Parísar vill halda merki Ólympíuleikanna á Eiffeil-turninum til frambúðar. AFP

„Já, þeir munu vera áfram“

Hringirnir vöktu mikla kátínu meðal ferðamanna á meðan á leikjunum stóð frá 28. júlí til 11. ágúst, en búist var við því að þeir yrðu teknir niður eftir að Ólympíumóti fatlaðra lyki þann 8. september nk.

Borgarstjórinn er þó ekki á þeim buxunum og hefur sagt að hún vilji halda hringjunum fimm sem tákni fyrir heimsálfurnar fimm, mörgum Frökkum til mikils ama.

„Ákvörðunin er mín og ég hef fengið blessun Alþjóðaólympíunefndarinnar,“ sagði Hidalgo í samtali við franska dagblaðið Ouest-France.

„Svo já, þeir [hringirnir] munu vera áfram á Eiffel-turninum.“

Merkið fræga hefur prýtt helsta kennileiti Frakklands á meðan á …
Merkið fræga hefur prýtt helsta kennileiti Frakklands á meðan á leikjunum stendur. AFP

Fjölskylda Gustave Eiffel ósátt

Hidalgo er þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir í mörgu og er þetta ekki í fyrsta sinn sem ákvörðun hennar um borgarskipulag hefur verið umdeild.

Hefur hún til að mynda hlotið gagnrýni fyrir að breyta fjölda gatna borgarinnar í göngugötur, þar á meðal við bakka árinnar Signu.

Fjölskylda hönnuðar turnsins, Gustave Eiffel, hefur gagnrýnt ákvörðun Hidalgo harðlega.

„Okkur þykir ekki viðeigandi að Eiffel-turninn, sem hefur verið helsta kennileiti Parísarborgar og Frakklands frá því hann var reistur fyrir 135 árum, skarti tákni utanaðkomandi stofnunar til frambúðar, sama hversu virt sú stofnun kann að vera.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert