Fimm börn grunuð um að hafa myrt áttræðan mann

Lögregla að störfum í Englandi. Mynd úr safni.
Lögregla að störfum í Englandi. Mynd úr safni. AFP

Fimm börn hafa verið tekin höndum vegna gruns um að hafa ráðið áttræðum manni bana, sem lést í kjölfar alvarlegrar árásar í garði.

Lögreglan í Leicesterskíri hefur hafið morðrannsókn eftir að maðurinn lést á sjúkrahúsi sökum áverka sem hann hlaut í Franklin-garði í Braunstone Town, um klukkan 18.30 á sunnudag að staðartíma.

Var úti að ganga með hundinn

Fjórtán ára drengur og stúlka hafa verið hneppt í varðhald, auk drengs og tveggja stúlkna sem eru tólf ára að aldri. Eru þau öll grunuð um morð, að því er dagblaðið Telegraph greinir frá.

Maðurinn var á göngu með hundinn sinn þegar hópur barna réðst á hann að sögn lögreglunnar.

„Því miður, í kjölfar þess að fórnarlambið féll frá í nótt, þá er þetta nú morðrannsókn,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Emma Matts í yfirlýsingu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert