Fjórir létu lífið í skotárás

Mikil bílaröð myndaðist þegar foreldrar komu í skólann til að …
Mikil bílaröð myndaðist þegar foreldrar komu í skólann til að ná í börn sín eftir árásina. AFP/MEGAN VARNER

Fjórir létu lífið og átta særðust í skotárás í framhaldsskóla í Georgíuríki í Bandaríkjunum fyrr í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá yfirvöldum á samfélagsmiðlum sem hljóðaði svo:

„Fjórir látnir. Níu til viðbótar voru fluttir á hina ýmsu spítala með áverka. Hinn grunaði er í varðhaldi og á lífi. Upplýsingar um það að hinn grunaði hafi verið felldur eru rangar.“

Hinn grunaði 14 ára

Í frétt CNN kemur fram að hinn grunaði sé 14 ára drengur en ekki er enn vitað hvort hann hafi verið nemandi í framhaldsskólanum.

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins en þar segir að ekki megi halda áfram að samþykkja að atvik sem þessi séu eðlileg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka