Thunberg handtekin í Kaupmannahöfn

Greta Thunberg.
Greta Thunberg. AFP

Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg var handtekinn af dönsku lögreglunni í morgun í tengslum við aðgerð í safnahúsi Kaupmannahafnarháskóla.

Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins, DR.

Lögreglan í Kaupmannahöfn segir í samtali við DR að sex manns hafi verið handteknir, en hún staðfestir ekki hvort Greta Thunberg sé á meðal þeirra.

Á samfélagsmiðlinum X skrifar lögreglan í Kaupmannahöfn að sex manns hafi verið ákærðir fyrir innbrot.

Hópurinn, Stúdentar gegn hernáminu, skrifar í fréttatilkynningu á Instagram að hann hafi í morgun hertekið safnahúsið við Kaupmannahafnarháskóla sem hýsir skrifstofu rektors.

Myndband af Instagram-reikningi hópsins sýnir meðal annars að palestínskir ​​fánar voru hengdir upp í gluggum innan frá í byggingunni.

Nemendur í skólanum eru ósáttir við að Kaupmannahafnarháskóli haldi áfram samstarfi sínu við ísraelska háskóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert