Biden játar sekt sína

Hunter Biden, sonur Bandaríkjaforseta.
Hunter Biden, sonur Bandaríkjaforseta. AFP

Hun­ter Biden, son­ur Joe Bidens Banda­ríkja­for­seta, játaði sig sek­an um skatta­laga­brot þegar hann kom fyr­ir dóm í Los Ang­eles fyrr í dag.

Hun­ter Biden, sem er 54 ára gam­all, játaði sekt í níu ákæru­liðum tengd­um því að hafa ekki greitt 1,4 millj­ón­ir banda­ríkja­dala í skatt síðasta ára­tug­inn en það jafn­gild­ir rúm­lega 190 millj­ón­um ís­lenskra króna.

Sak­sókn­ari í mál­inu hef­ur haldið fram að Biden hafi í staðinn eytt pen­ing­un­um í hluti á borð við vændi og eit­ur­lyf.

Játaði fyr­ir opn­um rétti

Málið hef­ur þótt afar pín­legt fyr­ir föður Bidens en lengi vel var reynt að semja í mál­inu og aðeins nokkr­um klukku­tím­um áður en Biden játaði sekt sína hafði hann boðist til að gera það gegn því að samn­ing­ur myndi nást.

En eng­inn samn­ing­ur náðist og játaði Biden brot sín fyr­ir opn­um rétti þrátt fyr­ir að dóm­ar­inn hafi varað við því að það gæti haft í för með sér lang­an fang­els­is­dóm og sekt allt að einni millj­ón banda­ríkja­dala sem jafn­gilda um 140 millj­ón­um ís­lenskra króna. Refs­ing í mál­inu verður ákveðin 16. des­em­ber.

Ekki er langt síðan að Biden var dæmd­ur fyr­ir brot á lög­um um skot­vopna­eign en sömu­leiðis á eft­ir að kveða upp refs­ingu í því máli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert