Verður elsti forsætisráðherra Frakka

Michel Barnier.
Michel Barnier. AFP

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur útnefnt Michel Barnier sem nýjan forsætisráðherra landsins. 

Barnier var aðalsamningamaður Evrópusambandsins í Brexit-viðræðunum við bresk stjórnvöld. 

Barnier, sem er 73 ára gamall, verður elsti forsætisráðherra í nútímasögu Frakklands. Hann fær það verkefni að mynda nýja ríkisstjórn tæpum tveimur mánuðum eftir þá pólitísku pattstöðu sem skapaðist í kjölfar niðurstöðu þingkosninganna, sem hafði verið flýtt. 

Bandalag vinstriflokka hefur myndast í kjölfar kosninganna, en bandalagið nær þó ekki hreinum meirihluta á franska þinginu. Miðflokkur Macrons og flokkar sem eru lengst til hægri á hinu pólitíska litrófi koma þar næstir á eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert