Yfirheyrðu drenginn fyrir ári vegna hótana

Fórnarlambanna minnst.
Fórnarlambanna minnst. AFP/Megan Varner

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, var látin vita fyrir rúmu ári síðan af drengnum sem hóf skothríð í framhaldsskóla í ríkinu Georgíu í gær með þeim afleiðingum að tveir samnemendur hans létust og tveir kennarar. Níu til viðbótar særðust. 

Drengurinn hafði á þeim tíma haft uppi hótanir um að hefja skotárás í skóla.

Lögreglan fyrir utan framhaldsskólann Apalachee í borginni Winder í Georgíu.
Lögreglan fyrir utan framhaldsskólann Apalachee í borginni Winder í Georgíu. AFP/Christian Monterrosa

Lögreglan í Georgíu talaði í framhaldinu við föður drengsins og síðan drenginn sjálfan, sem neitaði að hafa haft uppi slíkar hótanir. Að loknum skýrslutökunum voru skólayfirvöld látinn vita af drengnum til að hægt yrði að fylgjast með honum.

Ekki er vitað hvort drengurinn ætlaði að drepa einhverja ákveðna í gær.

Nemendurnir sem létust í skotárásinni hétu Mason Schermerhorn og Christian Angulo og kennararnir hétu Christina Irimie og Richard Aspinwall, að því er BBC greindi frá. 

AFP/Megan Varner

Á þessu ári hafa verið gerðar að minnsta kosti 384 fjöldaskotárásir þar sem að minnsta kosti fjórir hafa verið drepnir eða særst víðs vegar um Bandaríkin, að sögn Gun Violence Archive, GVA.

Að minnsta kosti 11.557 manns hafa verið drepnir með skotvopnum á þessu ári í Bandaríkjunum, að sögn GVA.

AFP/Megan Varner
Apalachee-framhaldsskólinn.
Apalachee-framhaldsskólinn. AFP/Megan Varner
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert