17 börn fórust í eldsvoða á heimavist

William Ruto, forseti Kenía, sendi samúðarkveðjur.
William Ruto, forseti Kenía, sendi samúðarkveðjur. AFP/WU Hao

Að minnsta kosti 17 börn eru látin eftir eldsvoða á heimavist grunnskólabarna í Kenía.

Eldurinn kviknaði í skólanum Hillside Endarasha í sýslunni Nyeri um miðnætti, að sögn lögreglunnar. Breiddist hann út um herbergi þar sem börnin sváfu.

Um 800 nemendur á aldrinum fimm til tólf ára eru í skólanum.

„17 eru látnir eftir þennan atburð og fleiri voru fluttir á sjúkrahús alvarlega slasaðir,“ sagði talsmaður lögreglunnar, Resila Onyango.

Meðalaldur fórnarlambanna var um níu ár.  Að minnsta kosti 16 slösuðust alvarlega.

Óljóst eru um upptök eldsins en rannsókn er hafin.

William Ruto, forseti Kenía, sendi frá sér samúðarkveðjur vegna harmleiksins. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum barnanna sem létust í þessum hræðilega eldsvoða,“ sagði hann á X. „Þetta eru skelfilegar fréttir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert