400 þúsund manns flýja fellibyl

Óveðursský yfir Hong Kong í gær.
Óveðursský yfir Hong Kong í gær. AFP/Peter Parks

Stjórnvöld á kínversku eyjunni Hainan hafa flutt á brott yfir 400 þúsund manns vegna fellibylsins Yagi sem nálgast óðfluga.

Fram kemur í frétt ríkisfjölmiðilsins Xinhua að 419.367 íbúar eyjunnar hafi verið fluttir á brott.

Óttast er að fellibylurinn verði sá kröftugasti í rúman áratug til að fara yfir þéttbýl svæði á suðurhluta Kína.

Íbúi gengur meðfram strönd á Filippseyjum í kjölfar eyðileggingar af …
Íbúi gengur meðfram strönd á Filippseyjum í kjölfar eyðileggingar af völdum Yagi. AFP/Jam Sta Rosa

Tugir þúsunda manna eru einnig í viðbragðsstöðu í nágrannaríkinu Víetnam.

Að minnsta kosti 13 manns fórust á Filippseyjum fyrr í þessari viku af völdum Yagi en þá var hann ekki eins kröftugur og skilgreindur sem hitabeltisstormur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert