Faðir 14 ára drengs sem er sakaður um að hafa skotið fjóra til bana í framhaldsskóla í bandaríska ríkinu Georgíu hefur einnig verið handtekinn, sakaður um manndráp.
Colin Gray, 54 ára, á yfir höfði sér ákæru í fjórum liðum fyrir manndráp af gáleysi, í tveimur liðum fyrir morð af annarri gráðu og í átta liðum fyrir ofbeldi gegn börnum.
Gray er sakaður um að hafa leyft syni sínum að hafa vopn undir höndum.
CNN greindi frá því að Gray hefði keypt vopnið sem var notað í árásinni, árásarriffil af gerðinni AR 15, handa syni sínum.