Göngumaðurinn fannst látinn

Frá Mallorca á Spáni. Þar eru margar vinsælar gönguleiðir.
Frá Mallorca á Spáni. Þar eru margar vinsælar gönguleiðir. Ljósmynd/Colourbox

Lögreglan á Spáni hefur fundið lík bresks ferðamanns hefur verið saknað eftir skyndiflóð á spænsku eyjunni Mallorca í vikunni.

Maðurinn, sem var 32 ára gamall, var í göngu ásamt unnustu sinni og vinafólki í Torrent de Pareis-gljúfrinu á þriðjudag þegar mikil úrkoma varð þess valdandi að nærliggjandi á flæddi yfir bakka sína með fyrrgreindum afleiðingum. 

Á miðvikudag fann lögreglan lík 26 ára konu sem hafði verið saknað eftir flóðin. 

Talsmaður lögreglunnar segir að þyrla hafi komið auga á lík mannsins á svæði þar sem trjágreinar og grjót hafði safnast saman. Viðbragðsaðilar voru sendir strax á vettvang.

Leiðindaveður

Aðgerðir á vettvangi voru erfiðar sökum slæms veðurs, en þar hefur verið bálhvasst og mikil úrkoma. 

Lögreglan segir enn fremur að tíu öðrum ferðamönnum, sem komust hvorki lönd né strönd eftir flóðin, hafi verið bjargað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert