Heimsskipan í hættu samkvæmt MI6 og CIA

Forstjóri CIA sagði Pútín vera fant og að veruleg hætta …
Forstjóri CIA sagði Pútín vera fant og að veruleg hætta hafi verið á beitingu kjarnorkuvopna árið 2022. AFP/Alexander Kazakov

Yfirmenn MI6, leyniþjónustu Bretlands, og CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, segja skipan heimsins í hættu og stafi ógn af þeim sem vilja koma á nýrri skipan.

Þeir segja að leita þurfi aftur til tíma kalda stríðsins til að finna sambærilega ógn.

Richard Moore, forstjóri MI6, og William Burns, forstjóri CIA, lýsa áhyggjum sínum í sameiginlegri grein í Financial Times

BBC greinir frá.

Kjarnorkuvá árið 2022

Í greininni segja þeir heiminn hafa notið góðs af gildandi heimsskipan þegar kemur að friði og stöðugleika. 

Eftir stríðið í Úkraínu hófst hafi fjöldi ógna sem stofnanirnar þurfa að fást við margfaldast og að leita þurfi aftur til tíma kalda stríðsins til að finna sambærilega aðstæður. 

Moore og Burns héldu sameiginlegan blaðamannafund fyrr í dag þar sem Burns rifjaði upp atvik frá árinu 2022. 

Eftir áfall Rússa í stríðinu hafi verið talsverð hætta á beitingu kjarnorkuvopna. 

Burns sagði Pútin vera fant og að stríðið hafi sýnt fram á mátt tækninnar og hvernig hún gat breytt stefnu stríðsins.

William Burns, forstjóri CIA.
William Burns, forstjóri CIA. AFP/Mandel Ngan

Reyna að sundra með lygum og falsfréttum

Í því samhengi nefndu þeir áróðursstríð Rússa víða um Vesturlönd og að verið væri að dreifa lygum og falsfréttum til þess eins að mynda sundrung.

Báðir sögðu þeir viðbrögð stofnannanna við uppgangi Kína vera áskorun aldarinnar og að það væri forgangsmál hjá báðum stofnunum. 

Þeir kváðust báðir vinna að jafnvægi á Gasa og reyna að miðla til sáttar á milli Ísraels og Palestínu.

Burns gegnir veigamiklu hlutverki í sáttarviðræðum og sagði að vænta mætti nýrra tillaga til að koma á friði á svæðinu á næstu dögum, en að lokum væri það pólitískur vilji hlutaðeiganda sem réði för. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert