Óvíst hvaðan smitið barst

Sjúklingurinn hefur ekki verið í kringum smituð dýr.
Sjúklingurinn hefur ekki verið í kringum smituð dýr. Mbl.is/Getty images

Ein­stak­ling­ur í Mis­souri-ríki varð á dög­un­um sá fyrsti í Banda­ríkj­un­um til að grein­ast með fuglaflensu án þess að hafa verið í kring­um sýkt dýr. Þetta kom fram í yf­ir­lýs­ingu Banda­rískra yf­ir­valda sem gef­in var út í gær.

Sjúk­ling­ur­inn, sem er full­orðinn og glím­ir við und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, var lagður inn á sjúkra­hús 22. ág­úst þar sem hann fékk veiru­eyðandi lyf gegn in­flú­ensu­sýk­ingu. Hann hef­ur þegar jafnað sig og verið út­skrifaður af spít­al­an­um.

Þar sem flensu­teg­und sjúk­lings­ins virt­ist grun­sam­leg við fyrstu próf­un var veiru­sýni sent til frek­ari rann­sókna. Þær rann­sókn­ir leiddu í ljós að um var að ræða H5-vírus­inn sem einnig er þekkt­ur sem fuglaflensa.

Sótt­varn­ar­stofn­un Banda­ríkj­anna seg­ir að smitrakn­ing hafi leitt í ljós að eng­inn í kring­um sjúk­ling­inn hafi smit­ast af veirunni. 

Ótt­ast stökk­breyt­ingu

Vís­inda­menn hafa síðustu miss­eri lýst yfir áhyggj­um af vax­andi fjölda spen­dýra sem smit­ast hafa af fuglaflensu jafn­vel þó að til­felli í mönn­um séu enn sjald­gæf.

Þeir ótt­ast að mik­ill smit­hraði auðveldi stökk­breyt­ingu á veirunni, sem gæti gert henni kleift að ber­ast milli manna.

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in sagði í dag við frétta­stof­una AFP að það væri „uppörv­andi að sótt­varn­ar­yf­ir­völd hafi greint þetta til­felli, að sjúk­ling­ur­inn hafi fengið veiru­eyðandi meðferð og að eng­in fleiri til­felli hafi greinst meðal fólks í hans innsta hring“.

„Það er mik­il­vægt að rann­sókn­um á smiti sjúk­lings­ins sé haldið áfram, eins og yf­ir­völd í land­inu hafa gefið út, til að upp­lýsa frek­ar um hvernig fyr­ir­byggja megi smit og bregðast við þeim,“ sagði Dr. Maria Van Kerk­ho­ve, hjá Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert