Sprenging í Malmö

Lögreglan hefur beðið íbúa nálægt Amiralgötu um að halda sig …
Lögreglan hefur beðið íbúa nálægt Amiralgötu um að halda sig innandyra og fjarri gluggum. Ljósmynd/Wikipedia.org/David Castor

Þónokkrir gerðu lögreglu í Malmö í Svíþjóð viðvart um sprengingu í kvöld.

SVT greinir frá.

Sprengingin varð við Amiralgötu í miðbæ Malmö og virðast skemmdir hafa orðið á fjölbýlishúsi. Ekki er talið að fólk hafi slasast.

Lögreglan í Malmö hefur girt stórt svæði af í kringum Amiralgötu og biðlað til íbúa götunnar og nærliggjandi gatna að halda sig innandyra og halda sig fjarri gluggum heimila sinna.

Hefur lögreglan ekki viljað svara frekari spurningum um atvikið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert