Þrír látnir og tuga saknað eftir fyllibylinn Yagi

Fellibylurinn Yagi skall á norðurhluta Víetnam í dag.
Fellibylurinn Yagi skall á norðurhluta Víetnam í dag. AFP

Að minnsta kosti þrír eru látnir og meira en tugur annarra er saknað eftir að fellibylurinn Yagi skall á norðurhluta Víetnam í dag, að því er ríkisfjölmiðlar greina frá.

Fellibylurinn er sá öflugasti í Asíu á þessu ári en óveðrið skall á Hai Phong og Quang Ninh héruðunum með vindi allt að 203 km/klst

Að sögn yfirvalda reif óveðrið reif stálþök af húsum í Quang Ninh héraði með þeim afleiðingum að þrír íbúar létu lífið.

Tæplega 50 þúsund manns hafa verið fluttir frá strandbæjum í Víetnam og yfirvöld hafa gefið út viðvörun um að fólk haldi sig innandyra. Þá hefur skólum hefur verið lokað í 12 héruðum, þar á meðal í höfuðborginni Hanoi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert