Fundu lík átta ára stúlku

Narin Guran.
Narin Guran. Ljósmynd/Facebook

Lík átta ára stúlku sem saknað hafði verið í Tyrklandi í 19 daga er fundið eftir gífurlega leit.

Frá þessu greinir innanríkisráðherra Tyrklands en lík Narin Guran fannst í á í suðausturhluta Diyarbakir, um einn kílómetra frá þorpinu þar sem hún bjó með fjölskyldu sinni.

„Því miður hefur lík Narin, sem hvarf í þorpinu Tavsantepe, fundist,“ skrifaði tyrkneski innanríkisráðherrann Ali Yerlikaya á X, áður Twitter.

Stúlkan hvarf þann 21. ágúst og í kjölfarið hófst mikið leitarstarf sem margir þekktir einstaklingar tóku þátt í með herferð á samfélagsmiðlum.

Frændi Narin var handtekinn í síðustu viku grunaður um morð og frelsissviptingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert