Leita manns eftir skotárás

Lögreglan á vettvangi.
Lögreglan á vettvangi. AFP

Skotið var á fimm manns við þjóðveg sem ligg­ur um Laurel-sýslu í Kentucky-fylki í Banda­ríkj­un­um í gær­kvöld.

Lög­regl­an leit­ar skotárás­ar­manns­ins sem er tal­inn hættu­leg­ur. Randall Weddle, borg­ar­stjóri í London í Kentucky, sagði við fjöl­miðla að auk hinna særðu hef­ur nokkr­ir slasast í bíl­slysi af völd­um skotárás­ar­inn­ar.

Hinn grunaði skot­maður hóf skot­hríð frá skóg­lendi utan við þjóðveg­inn að sögn Weddle en lög­regl­an hvatti al­menn­ing til að halda sig inn­an­dyra þar til frek­ari upp­lýs­ing­ar lægju fyr­ir.

Árás­in í gær­kvöld kem­ur í kjöl­far skotárás­ar í skóla í Georgíu þar sem tveir nem­end­ur og tveir kenn­ar­ar létu lífið. 14 ára dreng­ur hef­ur verið ákærður fyr­ir morð og faðir hans, sem sagður er hafa keypt byss­una fyr­ir son sinn, er ákærður fyr­ir mann­dráp af gá­leysi og ann­ars stigs morðs.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert