Loka landamærastöðvum eftir dráp á þremur borgurum

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Ísraelsmenn hafa lokað þremur landamærastöðvum sínum við Jórdaníu. Þetta er haft eftir ísraelskum flugvallaryfirvöldum, sem hafa eftirlit með landamærunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Lokunin kemur í kjölfar þess að maður á vörubíl ók yfir landamærin frá Jórdaníu og myrti þrjá ísraelska borgara fyrr í dag.

„Þetta er erfiður dagur. Fyrirlitlegur hryðjuverkamaður hefur myrt þrjá almenna borgara með köldu blóði,“ segir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.

Sami Abu Zuhri, talsmaður Hamas, fagnaði árásinni og vísaði til hennar sem svars við sókn Ísraela inn á Gasa.

„Við búumst við mörgum fleiri svipuðum aðgerðum,“ segir hann í samtali við Reuters-fréttastofuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert