Nokkrir fluttir á sjúkrahús í heitu maraþoni

Vatni var úðað yfir hlauparana.
Vatni var úðað yfir hlauparana. Ljósmynd/Facebook-síða Helsingborgarmaraþonsins

Að minnsta kosti sjö manns voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa hnigið niður í Helsingborgar maraþoninu í Svíþjóð í gær.

Sænska ríkisútvarpið svt greinir frá þessu.

Mikill hiti var þegar hlaupið fór fram í Helsinborg en hitinn komst hæst í 28 gráður og þurfti að flytja nokkra örmagnaða hlaupara á sjúkrahús.

Enginn þeirra var þó neinni lífshættu en vegna hitans var kallað út auka mannskapur af heilbrigðisfólki til vera við öllu búið á meðan hlaupinu stóð.

Í maí lést einn hlaupari í Gautaborgarmaraþoninu og flytja þurfti 20 manns á sjúkrahús en hlaupið var þreytt í miklum hita eins og í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert