Stjórnarandstæðingurinn flúinn til Spánar

Edmundo González, helsti andstæðingur forseta Venesúela Nicholás Maduro, hefur flúið …
Edmundo González, helsti andstæðingur forseta Venesúela Nicholás Maduro, hefur flúið land og hlotið pólitískt hæli á Spáni. AFP

Ed­mundo Gonzá­lez, fram­bjóðandi Lýðræðis­banda­lags­ins, helsta stjórn­ar­and­stöðuflokks Nicholás Maduro for­seta Venesúela, hef­ur flúið land og hlotið póli­tískt hæli á Spáni. 

Gonzá­lez var flutt­ur með herflug­vél spænska hers­ins. 

BBC grein­ir frá. 

Yf­ir­völd í Venesúela gáfu út hand­töku­skip­un á hend­ur Gonzá­lez eft­ir að stjórn­ar­andstaðan dró í efa niður­stöður kosn­ing­anna í júlí sem tryggðu Maduro for­seta­stól­inn að nýju þvert á út­göngu­spár og fylgisk­ann­an­ir.

Sagðir skipu­leggja hryðju­verk

Gonzá­lez hef­ur verið í fel­um í heima­land­inu frá því að skip­un­in var gef­in út. Leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar, María Cor­ina Machado, seg­ir Gonzá­lez  hafa verið til­neydd­an að flýja land til þess að varðveita: „frelsi sitt, heiður og líf“.

Sam­kvæmt spænsk­um fjöl­miðlum sást til vél­ar Gonzá­lez á portú­gölsku Asóreyj­un­um í Norður-Atlants­hafi fyrr í dag.

Yf­ir­völd í Venesúela hafa um­kringt sendi­ráð Arg­entínu í höfuðborg Venesúela Caracas, sem hýs­ir sex póli­tíska and­stæðinga Maduros.

Sam­kvæmt ut­an­rík­is­ráðuneyti Venesúela er verið að skipu­leggja hryðju­verk í sendi­ráðinu. 

Stjórn­ar­kreppa síðan í júlí 

Stjórn­ar­kreppa hef­ur ríkt í Venesúela síðan í júlí þegar lands­kjör­stjórn Venesúela lýsti Maduro yfir sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna.

Sterk sönn­un­ar­gögn eru fyr­ir því að Maduro hafi átt við niður­stöðurn­ar en lands­kjör­stjórn­in er al­farið skipuð sam­flokks­mönn­um Maduros.

Stjórn­ar­andstaðan hef­ur mót­mælt niður­stöðunum harðlega og kveðst hafa sann­an­ir fyr­ir því að Gonzá­lez hefði unnið með mikl­um meiri­hluta at­kvæða.

Hef­ur lands­kjör­stjórn­in ekki birt gögn í tengsl­um við kosn­ing­arn­ar þrátt fyr­ir ít­rekuð áköll þjóðar­inn­ar og alþjóðasam­fé­lags­ins.

Hafa fjöl­marg­ir þjóðarleiðtog­ar, þar á meðal frá Banda­ríkj­un­um, Evr­ópu­ríkj­um og nokkr­um Suður-Am­er­íku­ríkj­um, dregið niður­stöðurn­ar í efa og neitað að viður­kenna Maduro sem rétt­mæt­an sig­ur­veg­ara án þess að sund­urliðun niðurstaðna kosn­ing­anna verði birt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert