Veita leiðtoganum pólitískt hæli

Gonzalez Urrutia, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela.
Gonzalez Urrutia, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela. AFP

Spænsk yf­ir­völd hafa gefið út að þau muni veita Ed­mundo Gonza­lez Urrutia, leiðtoga stjórn­ar­and­stöðunar í Venesúela, póli­tískt hæli en ut­an­rík­is­ráðherra Spán­ar, Jose Manu­el Al­bares gaf út í morg­un að Gonza­lez Urrutia væri á leið til lands­ins.

Gonza­lez Urrutia bauð sig fram gegn sitj­andi for­seta lands­ins, Nicolas Maduro, í kosn­ing­um fyrr í sum­ar en hann hef­ur haldið fram að sig­ur Maduro stand­ist ekki skoðun.

Í kjöl­farið var gef­in út hand­töku­skip­an á hend­ur Gonza­lez Urrutia en hann hef­ur hunsað þrjú boð um að mæta fyr­ir sak­sókn­ar­ar og ber fyr­ir sig að það að mæta gæti kostað hann frelsi sitt.

Skuld­bund­inn rétt­ind­um allra íbúa

Á dög­un­um leitaði Gonza­lez Urrutia til spænska sendi­ráðsins í Caracas, höfuðborg Venesúela, og óskaði eft­ir póli­tísku hæli í land­inu en ut­an­rík­is­ráðherra Spán­ar hef­ur sagt að „aug­ljós­lega“ muni Spánn veita það.

Þá staðfesti hann fyrr í dag að Gonza­lez Urrutia hefði flogið til Spán­ar í spænskri herflug­vél og að Spánn væri „skuld­bund­inn póli­tísk­um rétt­ind­um“ allra Venesúela­búa.

Þá höfðu yf­ir­völd í Venesúela gefið út að þau myndu ekki koma í veg fyr­ir ferðalag Gonza­lez Urrutia.

Efa niður­stöðurn­ar

Stjórn­málakreppa hef­ur verið í Venesúela síðan í júlí þegar yf­ir­völd lýstu yfir Maduro sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna.

Stjórn­ar­andstaðan mót­mælti því harðlega og sagðist hafa sann­an­ir fyr­ir því að Gonza­lez Urrutia hefði unnið með mikl­um meiri­hluta greiddra atvæða.

Fjöl­marg­ar þjóðir, þar á meðal Banda­rík­in, Evr­ópu­sam­bandið og nokk­ur Suður-Am­er­íku­ríki, hafa líkt og stjórn­ar­andstaðan dregið niður­stöðurn­ar í efa og neitað að viður­kenna Maduro sem sig­ur­veg­ara án þess að niður­stöður kosn­ing­anna verði sund­urliðaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert