Tala látinna er komin upp í 82 eftir að fellibylurinn Yagi reið yfir Víetnam um helgina, en 64 er enn saknað. AFP-fréttastofan greinir frá.
Fellibylurinn olli gríðarlegum usla á norðurhluta landsins, aurskriður féllu og milljónir manna voru án rafmagns.
Þúsundir hafa verið strandaglópar uppi á húsþökum vegna mikilla flóða og hafa í örvæntingu sinni birt myndir og kallað eftir hjálp á samfélagsmiðlum.
Áður en fellibylurinn náði til Víetnams hafði hann valdið 24 dauðsföllum í suðurhluta Kína og á Filippseyjum.