Alberto Fujimori er látinn

Fujimori var sakfelldur fyrir að hafa fyrirskipað dauðasveitum að fremja …
Fujimori var sakfelldur fyrir að hafa fyrirskipað dauðasveitum að fremja fjöldamorð í tvígang. AFP

Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, er látinn 86 ára að aldri. Frá þessu greina dætur hans.

Er hann helst þekktur fyrir að hafa fyrirskipað fjöldamorð í tvígang. 

ABC News greinir frá. 

Fujimori, sem var for­seti lands­ins á ár­un­um 1990 til 2000, hlaut 25 ára dóm fyr­ir að hafa í tvígang fyr­ir­skipað fjölda­morð dauðasveita á ár­un­um 1991 og 1992.

25 manns lét­ust í fjölda­morðunum, þar af eitt barn. Sat hann í fangelsi frá árinu 2007 til ársins 2023.

Flúði til Japans en var framseldur

Alberto Fujimori flúði frá Perú eft­ir að hann lét af embætti upp úr alda­mót­um, upp­haf­lega til heima­lands forfeðra sinna, Jap­ans. Hann var síðan fram­seld­ur aft­ur til Perú árið 2007 frá Chile, þar sem hans beið fang­elsis­vist eft­ir að hafa verið sak­felld­ur í fjar­veru sinni.

Árið 2017 var hann náðaður af þáver­andi for­seta Perú, Pedro Pablo Kuczynski, rétt áður en hann hrökklaðist frá völd­um.

Þeirri náðun var síðan snúið við ári síðar, 2018, en svo árið 2022 ákvað stjórn­skip­un­ar­dóm­stóll Perú að endurvekja upphaflegu náðunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert