Komu mörg hundruð börnum til bjargar

170 manns voru handteknir.
170 manns voru handteknir. Ljósmynd/Colourbox

Lögregluyfirvöld í Malasíu réðust í umfangsmiklar aðgerðir í dag þar sem þau björguðu hundruðum barna af umönnunarheimilum þar sem þau er talin hafa verið beitt líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Razarudin Husain yfirlögregluþjónn segir að 402 börnum, á aldrinum eins til 17 ára, hafi verið bjargað í lögregluaðgerðum sem beindust gegn ýmsum góðgerðarstofnunum í ríkjunum Selangor og Negri Sembilan í dag, en um eitt þúsund lögreglumenn og starfsmenn annarra stofnanna tóku þátt í aðgerðinni.

170 handteknir

Hann segir að 170 hafi verið handteknir, þar á meðal íslamskir kennarar í trúarfræðum og umsjónarmenn á velferðarheimilunum

„Fyrstu rannsóknir hafa leitt í að fórnarlömbin voru beitt kynferðislegu ofbeldi af umsjónarmönnum sínum og neydd til að misnota önnur börn,“ sagði Razarudin á fréttamannafundi í Pahang-fylki í dag.

Hann sagði að börnin yrðu tímabundið vistuð í þjálfunarmiðstöð lögreglu í höfuðborginni Kuala Lumpur og myndu gangast undir læknisskoðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert