Tveir látnir eftir að þyrla brotlenti

Frá Rafah.
Frá Rafah. AFP

Tveir hermenn eru látnir og sjö slasaðir eftir að þyrla ísraelska hersins brotlenti skammt frá Rafah-borg á Gasasvæðinu í nótt.

Ísraelsher greinir frá þessu.

Í yfirlýsingu hersins segir að ekkert bendi til þess að þyrlan hafi hrapað sökum árásar. Þá kom fram að hinir slösuðu hefðu verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert