Ný ákæra á hendur Weinstein

Weinstein fyrir dómi í New York í júlí síðastliðnum.
Weinstein fyrir dómi í New York í júlí síðastliðnum. AFP/Kena Betancur

Ný ákæra hefur verið gefin út á hendur kvikmyndaframleiðandanum fyrrverandi Harvey Weinstein.

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í dag en aðeins nokkrir dagar eru liðnir síðan hann gekkst undir bráðahjartaaðgerð.

Að sögn New York Post og New York Times tilkynnti saksóknari í Manhattan í New York um þessar nýju ásakanir, sem ekki hafa verið birtar opinberlega, fyrir dómstóli.

Weinstein var ekki viðstaddur. Dómarinn sagði hann þurfa að mæta fyrir dóm 18. september ef heilsa hans leyfir.

Weinsein fyrir rétti fyrir fjórum árum.
Weinsein fyrir rétti fyrir fjórum árum. AFP/Angela Weiss

Ekki í lífshættu

Weinstein var fluttur með skyndi á sjúkrahús á mánudaginn. Talskona hans, Juda Engelmayer, sagði við AFP að hann væri „slappur“ en „ekki lengur í hættu“.   

Lögmaður Weinsteins, Arthur Aidala, sagði við dómstólinn í dag að skjólstæðingur sinn hefði „næstum því dáið“.

Wein­stein er 72 ára gam­all og var dæmd­ur sek­ur af dóm­stóli í New York fyr­ir nauðgun og kyn­ferðisof­beldi gegn leik­kon­unni Jessicu Mann árið 2013 og fyr­ir að hafa kyn­ferðis­lega áreitt aðstoðar­kon­una Mimi Haleyi árið 2006. Hann hlaut 23 ára dóm fyr­ir brot­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert