Apple snýr sér að heyrnartækjum

Heyrnartækin gætu umbylt heyrnartækjamarkaðnum.
Heyrnartækin gætu umbylt heyrnartækjamarkaðnum.

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple fékk í dag leyfi frá bandarískum eftirlitsaðilum til að bæta við nýjum eiginleika sem myndi gera það kleift að heyrnartólin AirPods gætu verið notuð sem heyrnartæki.

Fyrr í vikunni tilkynnti Apple að AirPods pro tvö væru á leið á markað og kynntu sömuleiðis nýja uppfærslu sem mun gera fólki kleift að fá heyrnarmælingu og verður hljóðið í síma eða spjaldtölvu stillt í takt við niðurstöður mælingarinnar.

Telja milljarð búa við heyrnarskerðingu

Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) telur að AirPods-heyrnartækin verði jafn gagnleg og þau sem eru ísett af fagfólki.

Apple segir í tilkynningu að rannsóknir bendi til þess að meira en milljarður jarðarbúa lifi við milda eða miðlungs heyrnarskerðingu.

„Heyrnarheilsa er nauðsynlegur hluti af almennri vellíðan okkar en þó er oft hægt að líta fram hjá henni,“ er haft eftir Sumbul Desai, aðstoðarforstjóra Apple.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert