Hernaðaraðstoð N-Kóreu veldur mestum skaða

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, (til vinstri) og Vladimír Pútín Rússlandsforseti …
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, (til vinstri) og Vladimír Pútín Rússlandsforseti í júní síðastliðnum. AFP/Vladimir Smirnov

Hernaðaraðstoðin sem Norður-Kórea veit­ir Rússlandi, þar á meðal mikið magn skot­færa, er sú skaðleg­asta af öll­um fyr­ir Úkraínu.

Kyrylo Bu­danov, yf­ir­maður leyniþjón­ustu úkraínska hers­ins, greindi frá þessu.

„Stærsta vanda­málið okk­ar í tengsl­um við alla sam­herja Rúss­lands er Norður-Kórea vegna þess að magnið af her­gögn­um sem þeir út­vega, þeir hafa svo sann­ar­lega áhrif á ákafa bar­dag­anna…þeir eru að út­vega mikið magn skot­færa, sem skipt­ir afar miklu máli,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka