Kínversk stjórnvöld saka þýsk stjórnvöld um að ýta undir óstöðugleika á Taívansundi. Í gær sigldu tvö þýsk herskip um hafsvæðið.
Boris Pistorius varnarmálaráðherra Þýskalands staðfesti í gær að freigátan Baden-Wuerttemberg og birgðaskipið Frankfurt am Main sigldu um sundið.
Bandarísk herskip og herskip annarra ríkja hafa siglt um hafsvæðið áður. Ferð herskips Þjóðverja var hins vegar sú fyrsta í rúmlega tvo áratugi samkvæmt þýskum fjölmiðlum.
Kínverjar krefjast lögsögu yfir haflögsögu Taívan en hún skilur eyjuna frá meginlandi Kína.
Þýskaland og mörg önnur lönd halda því fram að siglingarnar séu algengar og nefna siglingafrelsið sem dæmi.
Li Xi, talsmaður kínverska hersins, sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að stjórnvöld væru búin að senda hersveitir og flugsveitir til að fylgjast með svæðinu.