Michaela DePrince er látin

DePrince var annar sólóisti í Boston-ballettinum.
DePrince var annar sólóisti í Boston-ballettinum. Samsett mynd/Dansleikhúsið í Harlem á X

Ballerínan Michaela DePrince er látin, aðeins 29 ára að aldri.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á Facebook-síðu hennar í gær, þar sem hennar er minnst. Ekkert er minnst á dánarorsök.

DePrince var annar sólóisti í Boston-ballettinum og dansaði áður í Hollenska þjóðarballettinum og Dansleikhúsinu í Harlem.

DePrince var sem barn yfirgefin af frænda sínum í borgarastyrjöldinni í Sierra Leone og var vanrækt á munaðarleysingjahæli í kjölfarið. 

Hún var með húðsjúkdóminn vitiligo, en sagt var frá lífi hennar í heimildamyndinni First Position.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert