Ballerínan Michaela DePrince er látin, aðeins 29 ára að aldri.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á Facebook-síðu hennar í gær, þar sem hennar er minnst. Ekkert er minnst á dánarorsök.
DePrince var annar sólóisti í Boston-ballettinum og dansaði áður í Hollenska þjóðarballettinum og Dansleikhúsinu í Harlem.
DePrince var sem barn yfirgefin af frænda sínum í borgarastyrjöldinni í Sierra Leone og var vanrækt á munaðarleysingjahæli í kjölfarið.
Hún var með húðsjúkdóminn vitiligo, en sagt var frá lífi hennar í heimildamyndinni First Position.
She later danced with @DutchNatBallet and continued her career at @BostonBallet. Her story is one of resilience, strength, grace, and courage. Through her memoir, Taking Flight: From War Orphan to Star Ballerina she solidified her impact, extending her influence beyond the stage. pic.twitter.com/kXoLcC9JT9
— DanceTheatreofHarlem (@DTHballet) September 13, 2024