Skiptust á stríðsföngum

Rússneskir stríðsfangar í kjölfar fangaskipta í dag.
Rússneskir stríðsfangar í kjölfar fangaskipta í dag. AFP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands

Rússar og Úkraínumenn skiptust á 103 stríðsföngum í dag, að því er varnarmálaráðuneyti Rússlands segir í tilkynningu.

„Í kjölfar samningaviðræðna hefur 103 rússneskum hermönnum, sem teknir voru til fanga í Kúrsk-héraði, verið skilað frá yfirráðasvæði Úkraínu,“ sagði í tilkynningu.

„103 úkraínskum stríðsföngum var skilað í staðin.“

Uppfært klukkan 13.12

Volódimír Selenskí Úkraínu­for­seti hefur staðfest að fangaskiptin hafi átt sér stað.

Einhverjir af Úkraínumönnunum höfðu verið í haldi Rússa frá því að Rússar hertóku Asovstal-verksmiðjuna í Úkraínu í maí 2022.

Í gær tilkynnti Volódimír Selenskí Úkraínu­for­seti að 49 úkraínsk­ir stríðsfang­ar hefðu snúið til baka til síns heima úr haldi Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert