Einn handtekinn og lagt hald á byssu

Donald Trump á kosningafundi.
Donald Trump á kosningafundi. AFP/Justin Sullivan

Bandaríska lögreglan hefur handtekið einstakling og lagt hald á byssu í tengslum við byssuhvellina sem heyrðust í nágrenni við Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins.

Að sögn The New York Times var byssuskotum hleypt af á sama golfvelli og Trump var að spila. Þegar einstaklingurinn var handtekinn höfðu starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar þegar komið Trump í skjól.

Hríðskotabyssa sem er sögð af tegundinni AK-47 var gerð upptæk, að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá.

Ekki er ljóst hver byssumaðurinn er eða byssumennirnir eða hvaða ástæða lá að baki því sem gerðist.

Ekki er enn ljóst hvort Trump hafi verið skotmarkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert