Hútar lýsa ábyrgð á flugskeytaárás í Ísrael

Slökkviliðsmenn slökkva elda sem komu upp eftir loftskeytaárás uppreisnarmanna Húta …
Slökkviliðsmenn slökkva elda sem komu upp eftir loftskeytaárás uppreisnarmanna Húta í Jemen. AFP

Uppreisnarmenn Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á flugskeyti sem lenti miðsvæðis innan landamæra Ísraels fyrr í dag.

Ísraelsher greindi frá því fyrr í dag að flugskeyti frá Jemen hefði lent á óbyggðu svæði innan landamæra Ísraels og að engar tilkynningar um mannfall hefðu borist.

Í færslu Ísraelshers á miðlinum X kemur fram að sírenur hafi ómað í Ísrael vegna flugskeytaárásarinnar.

Nokkrum klukkustundum eftir færslu Ísraelshers steig Yahya Saree talsmaður Húta fram og lýsti yfir ábyrgð á árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert