Uppreisnarmenn Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á flugskeyti sem lenti miðsvæðis innan landamæra Ísraels fyrr í dag.
Ísraelsher greindi frá því fyrr í dag að flugskeyti frá Jemen hefði lent á óbyggðu svæði innan landamæra Ísraels og að engar tilkynningar um mannfall hefðu borist.
Í færslu Ísraelshers á miðlinum X kemur fram að sírenur hafi ómað í Ísrael vegna flugskeytaárásarinnar.
Nokkrum klukkustundum eftir færslu Ísraelshers steig Yahya Saree talsmaður Húta fram og lýsti yfir ábyrgð á árásinni.
Following the sirens that sounded a short while ago in central Israel, a surface-to-surface missile was identified crossing into central Israel from Yemen and fell in an open area. No injuries were reported.
— Israel Defense Forces (@IDF) September 15, 2024