Bandaríska leyniþjónustan hefur staðfest að einn eða fleiri starfsmenn hennar hefðu „skotið á byssumann sem var staðsettur nálægt jaðri golfvallar Donalds Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana, og að lagt hefði verið hald á hríðskotariffil af gerðinni AK-47 með kíki ásamt GoPro-myndavél.
Sá sem er grunaður um verknaðinn flúði á svörtum bíl en vitni hjálpuðu lögreglunni að finna bílinn.
„Við erum með einn í haldi núna sem er mögulega grunaður í málinu,“ sagði Ric Bradshaw, lögreglustjóri í Palm Beach-sýslu í bandaríska ríkinu Flórída.
Trump hafði verið í golfi á golfvelli sínum í West Palm Beach, ekki langt frá húsi sínu í Mar-a-Lago, þegar atvikið átti sér stað.