SpaceX geimfararnir komnir til jarðar

Sjá mátti geimfarið lenda í sjónum á vefmyndavélum SpaceX í …
Sjá mátti geimfarið lenda í sjónum á vefmyndavélum SpaceX í morgun. Skjáskot/Spacex á X

SpaceX geimfar Polaris Dawn-leiðangursins lenti ásamt farþegum í sjónum við strönd Flórídaríkis í Bandaríkjunum klukkan 7.37 í morgun að íslenskum tíma.

Sjá mátti geimfarið, sem nefnt hefur verið Drekinn (e. the Dragon), lenda í sjónum á vefmyndavélum SpaceX í morgun.

Er nú björgunarteymi á leiðinni að sækja geimfaranna og Drekann. 

Fóru lengra frá jörðu en nokkur annar í hálfa öld

Geim­far­i SpaceX-geim­ferðafyr­ir­tækisins var skotið á loft á þriðju­dag­inn frá Kennedy Space Center í Flórídaríki.

Náði það merk­um áfanga á miðvikudaginn, en þá fór áhöfn á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins í fyrstu geim­göng­una sem „einkaaðilar“ hafa farið í, þ.e.a.s. fólk sem ekki var sérþjálfað sem geim­far­ar á veg­um geim­ferðaþjóðar.

Geimfarið náði 1.400 km fjar­lægð frá jörðu, sem er um þris­var sinn­um lengra en þar sem Alþjóðlega geim­stöðin er stödd. Þetta er lengri vega­lengd en nokk­urt mannað geim­far hef­ur náð í yfir hálfa öld.

200 milljónir dollara af eigin fé í ferðina

Um borð í geim­fari SpaceX eru fjór­ir Banda­ríkja­menn. Leiðtogi hóps­ins er auðjöf­ur­inn Jared Isaacm­an, 41 árs for­stjóri fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins Shift4 Pay­ments, sem hann stofnaði í kjall­ar­an­um heima hjá sér þegar hann var 16 ára.

Einnig eru með í för tveir starfs­menn SpaceX, þær Sarah Gill­is (30 ára) og Anna Menon (38 ára).

Í geim­far­inu er einnig flugmaður­inn Scott Poteet. Hann er fyrr­ver­andi liðsmaður í banda­ríska flug­hern­um og ná­inn vin­ur Isaacm­an.

Polaris Dawn er fyrsta ferðin af þremur sem í Polaris-verkefninu, sem er samstarfsverkefni Isaacman og SpaceX.

Sagt hefur verið að Isaacman hafi eytt 200 milljónum dollara af sínu eigin fé til þess að fjármagna geimferðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert