Tala látinna komin í 113

Heimili í Shan-ríki í suðurhluta Mjanmar í gær.
Heimili í Shan-ríki í suðurhluta Mjanmar í gær. AFP

Að minnsta kosti 113 hafa látið lífið í miklum flóðum í Mjanmar í kjölfar fellibylsins Yagi, að sögn yfirvalda þar í landi.

Þar að auki er 64 saknað og eru 14 slasaðir.

Um 320.000 manns frá 78.000 heimilum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og halda nú í tímabundnum flóttamannabúðum.

Alls hafa samanlagt fleiri en 400 manns látið lífið í Mjanmar, Víetnam, Laos og Taílandi í kjölfar Yagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert