Gera tilraunir með skammdrægar eldflaugar

Frá eldflaugaskoti í Norður-Kóreu fyrr á árinu.
Frá eldflaugaskoti í Norður-Kóreu fyrr á árinu. AFP

Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu fyrr í kvöld nokkrum skammdrægum eldflaugum á loft. Þetta er í annað skipti í vikunni sem Norður-Kóreumenn reyna tilraunaskot með eldflaugar.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa staðið fyrir tugum eldflaugaskota á árinu en sérfræðingar telja að um gæti verið að ræða prófanir sem tengjast meintri ólöglegri vopnaafhendingu Norður kóreskra stjórnvalda til Rússa.

Auka eftirlit

Norðurkóresk stjórnvöld hafa neitað að taka þátt í þeim þvingunaraðgerðum sem vestræn ríki hafa sett á stjórnvöld í Rússlandi sem beinst hafa gegn vopnasölu til Rússa.

Þá lýstu Norður-Kóreumenn því yfir fyrr á árinu að nágrannaþjóðin Suður-Kórea væri nú „aðal óvinur“ landsins og hafa kjarnaoddar verið færðir til svæða nálægt landamærunum á Kóreuskaga.

Í yfirlýsingu sagði talsmaður suðurkóreskra yfirvalda að her landsins hafi greint nokkrar skammdrægar eldflaugar sem hafi verið skotið á loft í norðausturhluta Norður-Kóreu um klukkan 6.50 á staðartíma.

Þá sagði hann í yfirlýsingunni að „til að bregðast við þessum aukna fjölda skota hafi herinn  eflt eftirlit og árvekni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert