Handtekinn grunaður um kynlífsþrælkun

Sean Combs.
Sean Combs. AFP

Tónlistarmaðurinn Sean Combs, einnig þekktur sem P. Diddy, var handtekinn í New York í gærkvöldi eftir að gefin var út ákæra á hendur honum.

Ákæran er enn innsigluð og ákæruliðirnir hafa ekki enn verið gerðir opinberir.

Marc Agnifilo, lögmaður tónlistarmannsins, segist telja að skjólstæðingur sinn sé ákærður fyrir fjárkúgun og kynlífsþrælkun, að því er New York Times greinir frá.

Í yfirlýsingu frá hópi lögfræðinga Combs segjast þeir vonsviknir með ákvörðun ákæruvaldsins.

Combs hafi verið samvinnuþýður og sjálfviljugur flutt sig um set til New York í síðustu viku þar sem búist hafi verið við ákærunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert