Norskir rafbílar nú fleiri en bensínbílar

Rafbíll í hleðslu.
Rafbíll í hleðslu. AFP

Rafbílar á götum Noregs eru nú fleiri en þeir bílar sem ganga fyrir bensíni.

Frá þessu greina norsku vegasamgöngusamtökin OFV.

Af 2,8 milljónum skráðra bíla eru hreinir rafbílar 754.303 talsins samkvæmt nýjustu tölum. Bensínbílar eru á sama tíma 753.905 talsins.

Söguleg kaflaskil

Segja samtökin þetta söguleg kaflaskil.

Dísilknúnar bifreiðar eru eftir sem áður þær algengustu á norskum vegum. Telja þær rétt undir eina milljón.

Sala þeirra fer þó hratt dvínandi að sögn samtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert