Níu slösuðust í bátaslysi í Berlín

Áin Spree í Berlín.
Áin Spree í Berlín. Ljósmynd/Wikipedia.org

Níu manns slösuðust, þar af fjórir alvarlega, eftir að þak hrundi að hluta til á skemmtibát í Berlín í gærkvöldi.

Slökkvilið þýsku borgarinnar greindi frá þessu. Ekki er ljóst hvers vegna þakið hrundi.

Um 120 gestir voru um borð í bátnum sem lá við akkeri á ánni Spree, skammt frá Fisher-eyju þegar þakið hrundi.

„Fjórir slösuðust alvarlega og fimm hlutu minni meiðsli“ og var fólkið flutt á sjúkrahús, sagði slökkviliðið.

Dagblaðið Bild hafði það eftir heimildarmanni sínum að tónleikar hefðu farið fram á bátnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert