Talstöðvar liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Hisbollah eru einnig teknar að springa, aðeins degi eftir að símboðar fjölmargra liðsmanna sprungu með þeim afleiðingum að tólf létust og hátt í 2.800 særðust.
Ríkismiðlar í Líbanon herma nú að álíka sprengingar hafi orðið í dag í bækistöðvum Hisbollah í Austur- og Suður-Líbanon.
Þrír hafa þegar látist.
„Nokkur fjöldi talstöðva sprakk í suðurhverfum Beirút,“ segir heimildarmaður ríkismiðils. Staðfest hefur verið að tæki sprungu inni í tveimur bifreiðum á því svæði.
Fréttaritarar AFP-fréttaveitunnar hafa einnig heyrt sprengingar í landinu síðustu klukkustundir.