Vextirnir lækkuðu umfram væntingar

Mikil gleði ríkti í kauphöllinni í New York þegar lækkunin …
Mikil gleði ríkti í kauphöllinni í New York þegar lækkunin var tilkynnt. AFP/STEPHANIE KEITH

Bandaríski seðlabankinn lækkaði stýrivexti meira en búist var við í fyrstu lækkun sinni í rúm fjögur ár. Vextirnir lækkuðu um 0,5 prósentustig og eru nú 4,75%-5%.

Þó svo að lækkun hafi verið viðbúin er hún umtalsvert meiri en sérfræðingar höfðu spáð fyrir um en hún kemur í kjölfar þess að mælingar sýna að atvinnuleysi í landinu sé í vexti.

Ákvörðunin kemur til með að koma lántakendum víðsvegar um Bandaríkin vel en vextir hafa ekki verðið hærri en nú í meira en tvo áratugi.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert