Boris herjar á Ítalíu

Frá bænum Cotignola í norðausturhluta Ítalíu.
Frá bænum Cotignola í norðausturhluta Ítalíu. AFP

Um eitt þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á Ítalíu vegna stormsins Borisar.

Óveðrið, sem gengið hefur yfir Mið- og Austur-Evrópu að undanförnu og orðið 24 manns að bana, herjaði á héruðin Emilia-Romagna og Marche í gær með þeim afleiðingum að nokkur bæjarfélög héraðanna urðu fyrir miklu flóði.

Tveggja saknað

Galeazzo Bignami samgönguráðherra Ítalíu sagði á blaðamannafundi að tveggja manna væri saknað eftir að þeir höfðu leitað skjóls á þaki sem síðan hrundi.

Þá hefur skólum verið lokað og lestarferðum aflýst vegna stormsins og hefur borgarstjóri bæjarins Ravenna, Michele De Pascale, sagt að ástandið sé mjög líkt því sem kom upp í maí í fyrra þegar mannskæð flóð herjuðu á norðausturhluta Ítalíu og að upp sé komið algjört neyðarástand.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert