Möndlað við símboðana áður en þeir komu til Líbanon

Fyrstu rannsóknir yfirvalda í Líbanon hafi leitt í ljós að búið var að koma fyrir sprengjum í símboðunum sem sprungu þar í vikunni áður en þeir komu til landsins.

Kemur þetta fram í bréfi sem yfirvöld í Líbanon hafa sent til Sameinuðu þjóðanna.

Símboðar liðsmanna Hisbollah-hreyfingarinnar í Líbanon tóku að springa á miðvikudag með þeim afleiðingum að tólf létust og yfir 2.000 manns særðust.

Í gær sprungu svo öflugar sprengjur í talstöðvum, mun stærri tækjum og þar með mun öflugri sprengingar sem kostuðu tuttugu mannslíf.

Sprengingarnar urðu samtímis báða dagana svo ljóst er að um þaulskipulagða aðgerð var að ræða.

Í bréfinu til Sameinuðu þjóðanna stendur að sprengjunum hafi verið faglega komið fyrir í tækjunum og notast var við tölvupóstssendingar til að virkja þær.

Hisbollah-hreyfingin hefur kennt Ísrael um sprengingarnar og heitið því að landinu verði refsað. Ísraelar hafa ekki tjáð sig um atburðarásina.

Liðsmenn Hisbollah-hreyfingarinnar hafa minnst þeirra sem féllu í sprengingunum.
Liðsmenn Hisbollah-hreyfingarinnar hafa minnst þeirra sem féllu í sprengingunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert