Segja 20 liðsmenn Hisbollah látna

Sorgmæddur karlmaður heldur á fána Hisbollah í jarðarför í gær.
Sorgmæddur karlmaður heldur á fána Hisbollah í jarðarför í gær. AFP/Anwar Amro

Hisbollah-samtökin í Líbanon segja að 20 liðsmenn þeirra hafi verið drepnir. Heimildarmaður segir þá hafa dáið eftir að símboðar þeirra sprungu í fyrradag. Hisbollah kenna Ísrael um verknaðinn.

Fram kom í tilkynningu frá Hisbollah í gærkvöldi að liðsmennirnir hefðu verið drepnir „á leiðinni til Jerúsalems“, sem er frasi sem vísar til vígamanna sem eru drepnir af Ísraelum.

AFP/Anwar Amro
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert