5.300 milljarða lán til Úkraínu

Ursula von der Leyen og Volodimír Selenskí heilsuðust með virktum …
Ursula von der Leyen og Volodimír Selenskí heilsuðust með virktum við upphaf blaðamannafundar í Kænugarði í dag. AFP

Evr­ópu­sam­bandið hyggst veita Úkraínu 35 millj­arða evra lán, sem sam­svar­ar um 5.300 millj­örðum króna. Hluti fjár­ins á ræt­ur að rekja til rúss­neskra eigna sem ESB hef­ur látið frysta.

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, greindi frá þessu í dag.

„Við erum þess full­viss að við get­um veitt Úkraínu þetta lán fljót­lega. Lán­veit­ing­in teng­ist hagnaði sem kem­ur frá rúss­nesk­um eign­um sem hafa verið fyrst­ar,“ sagði hún enn frem­ur.

Von der Leyen greindi frá þessu á fundi í Kænug­arði, höfuðborg Úkraínu, með Volodimír Selenskí, for­seta lands­ins.

Úkraínu­manna að ákveða hvað verði gert við lánið

„Þetta mun veita ykk­ur veru­legt og nauðsyn­legt fjár­hags­legt and­rými. Það er ykk­ar að ákveða hvernig fjár­mun­irn­ir verða best nýtt­ir,“ sagði hún við Selenskí.

Úkraínsk stjórn­völd hafa þurft nauðsyn­lega á fjár­magni að halda til að efla hag­kerfi lands­ins og halda raf­orku­kerf­inu gang­andi í vet­ur í kjöl­far linnu­lausra sprengju­árása rúss­neskra her­sveita.

Meiri­hluti aðild­ar­ríkja ESB þarf að kvitta und­ir lán­veit­ing­una. Hún er hluti af stærri aðgerðapakka sem G7-rík­in samþykktu í júní, sem teng­ist því að nota hluta rúss­neskra eigna og fjár­muna sem hafa verið fryst­ir. Sú lán­veit­ing nem­ur 50 millj­örðum doll­ara, eða sem jafn­gild­ir 6.800 millj­örðum kr.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert