Trump ætlar ekki að bjóða sig fram aftur

Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum.
Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. AFP/Anna Moneymaker

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, útilokar að bjóða sig aftur fram til forseta, fari svo að hann tapi kosningunum í nóvember.

Í viðtali við Full Measure í Bandaríkjunum var hann spurður hvort hann myndi bjóða sig aftur fram ef hann myndi ekki vera kjörinn forseti í næsta mánuði.

„Nei, ég ætla ekki að gera það. Ég held að það verði, það verði allt og sumt. Ég sé það ekki fyrir mér yfir höfuð,“ svaraði Trump. 

Í ár verður þá í síðasta skipti sem hann býður sig fram til forseta, en ef hann vinnur kosningarnar þá hefur hann verið kjörinn forseti í tvígang, en Bandaríkjaforsetar mega aðeins sitja tvö kjörtímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka