Einn lést og 24 særðust í árásum Rússa

Úkraínskur lögreglumaður stendur við ónýtan bíl í Karkív á laugardaginn …
Úkraínskur lögreglumaður stendur við ónýtan bíl í Karkív á laugardaginn eftir loftárás Rússa. AFP/Sergey Bobok

Einn lést og 24 særðust í árásum Rússa á Úkraínu í gær og í nótt.

Rússar gerðu stórskotahríð og loftárásir á Kerson-hérað í gær og skutu m.a. á íbúðabyggingar. Þar lést 61 árs kona og sjö til viðbótar særðust.

Í héraðinu Sapóritsjía særðust 16 í árás á höfuðborg þess í nótt, að sögn héraðsstjóra og lögreglu. Gerðar voru sjö loftárásir á borgina og nærliggjandi hverfi.

Árásirnar voru gerðar á sama tíma og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti er í heimsókn í Bandaríkjunum. Þar kynnir hann áætlun sína um að binda enda á stríðið við Rússa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert